top of page
BERGLIND.webp
BERGLIND JÓHANNSDÓTTIR

Berglind útskrifaðist sem tannlæknir frá tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1989. Sérnám í tannréttingum stundaði Berglind á árunum 1992 – 1995 við Háskólann í Bergen, Noregi. Hún fékk sérfræðiréttindi til að bjóða upp á tannréttingar í Noregi árið 1995 og á Íslandi árið 1996. Samfara sérnámi sínu í tannréttingum hóf Berglind rannsókn á tíðni bitskekkju og formi andlitsbeina hjá íslenskum börnum.

 

Síðar varði Berglind doktorsritgerð sína “Prevalence of malocclusion, craniofacial morphology and heritability in Iceland” eða "Tíðni bitskekkju, form og stærðir andlitsbeina og erfðastuðull á Íslandi" undir handleiðslu dr. Þórðar Eydal Magnússonar, professor emeritus, við Háskóla Íslands. Berglind hefur birt vísindagreinar í virtum erlendum tímaritum um tannréttingar, ásamt fjölda greina um tannréttingar í Tannlæknablaðinu.

 

Að framhaldsnámi loknu hóf Berglind störf við tannréttingar í Reykjavík með dr. Þórði Eydal Magnússyni, sérfræðingi í tannréttingum. Núverandi stofa Berglindar í Hlíðasmára 17, Kópavogi, hefur verið starfrækt frá árinu 2000.

 

Berglind er tveggja barna móðir og er gift Þorsteini Hjaltasyni viðskiptafræðingi.

bottom of page