top of page
FORTANNRÉTTINGAR
Fortannréttingar

Fortannrétting er meðferð sem felur í sér notkun á lausum og/eða álímdum tannréttingatækjum til að leysa vandamál í blandaða tannsettinu, þ.e.a.s. þegar barnatennur eru ennþá til staðar, eða til að fyrirbyggja tannréttingavandamál síðar. Sem dæmi um slíka meðferð er búnaður til að víkka út efri kjálkann, koma einni eða fleiri tönnum úr krossbiti eða búnaður til að varðveita rými fyrir fullorðinstennurnar. Í sumum tilfellum er hægt að nýta sér fortannréttingar til að hafa áhrif á vöxt kjálkanna. Einnig getur fortannrétting falist í því að nýta sér búnað til að upphefja ávana, svo sem fingursog, munnöndun, rangt kyngingarmynstur eða tunguþrýsting, en slíkir ávanar geta valdið tann- og bitskekkjum.

Tími í fortannréttingu

Fortannrétting getur tekið frá nokkrum vikum upp í nokkur ár. Þegar tannskiptum lýkur er staðan endurmetin með tilliti til frekari tannréttinga.

website_images_T18MINNI.webp
bottom of page