top of page
NEYÐARTILFELLI

Neyðartilfelli í tannréttingum eru sjaldgæf. Í flestum tilfellum er um að ræða víra sem stinga, laus eða biluð tæki. Lang oftast þarf að laga laus tæki eða búnað við fyrsta hentugleika, sérstaklega ef eitthvað er að meiða, en stundum má það bíða næsta bókaða tíma.

 

Ef búnaður brotnar eða losnar er mikilvægt að koma með búnaðinn (t.d. kubbinn) í næsta tíma. Ef tækin eða teinar eru sífellt að brotna eða bila á meðferðartímanum getur það hægt á tannréttingunni. Hafðu samband við stofuna á opnunartíma hennar ef mögulegt er.

Innri varir, kinnar og tunga geta einnig orðið fyrir áreiti og valdið óþægindum á meðan þær venjast spöngunum. Hægt er að setja vax á kubbana til að minnka áreitið. Þú getur nálgast vaxið hjá okkur.

Ef vír stendur út úr teinunum þá er best að setja vax á til að minnka óþægindin. Einnig er hægt að nota strokleður á blýanti til að ýta vírnum til.

Ef spangir losna er best að hafa samband við stofuna strax.

Ef um alvarleg neyðartilfelli að ræða utan opnunartíma stofunnar þá er hægt að finna neyðarvakt tannlækna á tannsi.is.

Í ýmsum tilfellum getur þú sjálf/ur leyst vandann eins og sést hér að neðan.

website_images_B30.webp
bottom of page