top of page
SJÚKRATRYGGINGAR

Sjúkratryggingar Íslands veita styrk upp í kostnað við tannréttingar:

Tannréttingasérfræðingurinn sækir um endurgreiðslu fyrir sjúklinginn. Sjúkratryggingar Íslands greiða 430 þúsund króna styrk beint til sérfræðingsins við ísetningu fastra tækja (ísetningu spanga) sem gengur upp í áætlaðan heildarkostnað. Ef spangir eru einungis settar í annan tanngarðinn verður styrkurinn 290 þúsund. Þessi styrkur gildir ef einstaklingur hefur tannréttingameðferð fyrir 21 árs aldur.

Ef einstaklingur er með klofinn góm, meðfædda vöntun margra fullorðinstanna eða sambærilega alvarlegan vanda, greiða Sjúkratryggingar Íslands 95% kostnaðar. (Kafli II, 5. grein í reglugerð nr. 698/2010).

website_images_KAR01.webp
bottom of page