top of page
AÐ MEÐFERÐ LOKINNI

Þegar tannréttingu er lokið, en áður en spangirnar eru fjarlægðar, eru límdir s.k. stoðbogar á bakhlið framtanna yfirleitt bæði í efri– og neðrigóm. Þegar spangirnar eru fjarlægðar fá lang flestir sjúklinganna einnig litla gómplötu til að styðja við hina nýju stöðu tannanna. Fyrst er þessi gómplata notuð allan sólarhringinn en eftir u.þ.b. 4 mánuði nægir að nota góminn eingöngu á nóttunni. Einnig eru tekin lokagögn þegar spangir eru fjarlægðar.

Stoðbogar eru látnir vera áfram fyrir aftan framtennurnar og ekki er mælt með því að þeir séu fjarlægðir.

 

 


Myndir af stoðboga í munni

J02.webp
J03.webp
bottom of page